Álfaborg er framúrskarandi!
8. október 2025

Sextánda árið í röð birtir Creditinfo lista yfir þau fyrirtæki í íslensku atvinnulífi sem skara fram úr í rekstri. Til þess að hampa þeim titli þurfa fyrirtækin að standast ströng skilyrði. Framúrskarandi fyrirtæki hafa mikla þýðingu fyrir þau sem hljóta hana en einungis eru um 2% allra fyrirtækja framúrskarandi, samkvæmt mati Creditinfo.
Álfaborg var í þessum hópi 2020 og einnig árið 2024 en bætir nú við sig þriðja skiptinu - Álfaborg er framúrskarandi fyrirtæki 2025!

Álfaborg er stofnaðili og meðlimur NAX-B, sem var stofnað árið 2008. NAX-B er skandinavískt innkaupa- og dreifingarnet sem lætur hanna og framleiða flísar og tengdar vörur eftir eigin forskrift. Áhersla er lögð á að vörurnar henti skandinavískum smekk og aðstæðum. Álfaborg er sérlega stolt af því að vera hluti af NAX-B og geta boðið íslenskum viðskiptavinum upp á vörur framleiddar undir okkar eigin formerkjum. Þessa dagana standa yfir NAX-B flísadagar - allar flísar frá NAX-B eru á 4.490 kr. pr. m2!

Hér eru opnunartímar fyrir páska 2025 - við vekjum athygli á að lokað verður hjá okkur laugardaginn 19. apríl. 17. apríl (Skírdagur): Lokað 18. apríl (Föstudagurinn langi): Lokað 19. apríl: Lokað 20. apríl (Páskadagur): Lokað 21. apríl (Annar í páskum): Lokað Hefðbundinn opnunartími hefst aftur þriðjudaginn 22. apríl. Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra páska.

Baðbirginn okkar, PAA Baths, kynnti á dögunum tvær nýjar vörulínur í samstarfi við hinn þekkta hönnuð Karim Rashid. Rashid er þekktur fyrir framúrstefnulega og litríka hönnun og hefur meðal annars hannað fyrir merki eins og Alessi, Hugo Boss, Issey Miyake, Kenzo, Veuve Cliquot og svo mætti lengi telja. Þá hefur hann hlotið yfir 400 verðlaun fyrir hönnun sína, svo sem Red Dot verðlaunin. Fyrri vörulínan nefnist Pointe og vísar til lögunar hins klassíska balletskós. Þannig vill Rashid votta dóttur sinni og ballerínum um heim allan virðingu sína. Mjúkar línur og falleg lögun baðkarsins tryggja hámarks þægindi, og háar brúnir aðskilja þig frá amstri hversdagsins. Einnig hannaði Rashid vask í stíl í svipaðri lögun. Síðari vörulínan nefnist Alba sem er ítalska orðið fyrir dögun. Hið kringlótta form baðkarsins minnir á sólina, og karið er öðruvísi að því leiti að þú situr uppréttur, í fullkominni stöðu til að kyrra hugann eða jafnvel lesa góða bók og taka á móti nýjum degi. Vaskurinn í Alba línunni er svo einkar óvenjulegur, þar sem formið fer úr ferköntuðu yfir í kringlótt. Báðar vörulínurnar koma í fimm mjúkum og fallegum litum, en hægt er að skoða þær nánar á heimasíðu framleiðandans, www.paabaths.com .


